Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 312 . mál.


Nd.

639. Breytingartillögur



við frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



     Fyrri efnismálsliður 3. gr. orðist svo: Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar.
     Á eftir 3. gr. komi ný grein er orðist svo:
                    Við 23. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
                   Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.
     Efnismálsliður c - liðar 5. gr., er verði 6. gr., orðist svo: Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.
     13. gr., er verði 14. gr., orðist svo:
                   45. gr. orðist svo: Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum.