Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 216 . mál.


Sþ.

844. Nefndarálit




um till. til þál. um stofnræktun kartöfluútsæðis.

Frá atvinnumálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Umsagnir bárust frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi Íslands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að koma þegar af stað stofnræktun kartöfluútsæðis sem fullnægt geti þörfum allra kartöfluframleiðenda. Verkið verði unnið á grundvelli áætlunar sem Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur gert.

    Matthías Á. Mathiesen og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 1991.



Árni Gunnarsson,


form., frsm.

Geir Gunnarsson.

Kolbrún Jónsdóttir.


Geir H. Haarde.

Jón Kristjánsson.