Staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.

61. fundur
Þriðjudaginn 07. janúar 1992, kl. 18:50:00 (2555)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
     Virðulegi forseti. Hæstv. utanrrh. heldur því fram að ég viðurkenni ekki staðreyndir og sé að hrekjast frá einu víginu til annars. Ég tek ekki, virðulegi forseti, langan tíma. Ég ítreka einungis það, sem ég sagði áðan, að utanrrh. hefur ítrekað látið að því liggja að þessi breyting á leyfðum útflutningsbótum sé íslenskum hagsmunum þóknanleg og geri að verkum að það tilboð sem nú liggur frammi sé hagstæðara Íslendingum en það sem var á síðasta hausti. ( Utanrrh.: Ég hef ekki sagt það.) Ég segi og ítreka, hæstv. utanrrh. Þú hefur ítrekað látið liggja að því. Ég skal fara yfir þau viðtöl við þig um þetta og ég skal fara yfir ræðu þína hér. ( Utanrrh.: Það á að nota tímann til að bera af sér sakir en ekki að bera á menn sakir.)