Staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.

61. fundur
Þriðjudaginn 07. janúar 1992, kl. 21:19:00 (2572)

     Páll Pétursson (andsvar) :
     Herra forseti. Það liggur alveg ljóst fyrir eftir þessa umræðu að það er ekki þingmeirihluti fyrir því að láta hjá líða að setja stranga fyrirvara við tillögu Dunkels. Samt er fullkomin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af meðferð málsins. Það er vegna þess að þeir ráðherrar Alþfl. sem hér hafa talað, sérstaklega hæstv. utanrrh. og sá ráðherra sem fer með iðnaðar- og viðskiptamál, hafa talað á þann hátt að þeir virðast annaðhvort slegnir blindu eða þá þeir vilja komast hjá því að framfylgja meirihlutavilja Alþingis. Það er áhyggjuefni þar sem flokkur þeirra fer út á við með þetta mál.
    Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga utanrrn. stendur eldra GATT-samkomulagið verði ekki gert nýtt. Ég er algerlega andvígur því að þessi tillaga Dunkels verði studd. Ég tel að það sé fráleitur málflutningur að bera saman tilboðið frá 1990 og þá tillögu sem Dunkel hefur gert og það hefur verið marghrakið í þessum umræðum. Ég ítreka kröfu mína

um að ríkisstjórnin greini frá niðurstöðu sinni eftir ríkisstjórnarfund á föstudaginn. Niðurstaða ríkisstjórnarinar getur að vísu ekki orðið önnur en sú að setja fyrirvara. Annars er hún að níðast á meirihlutavilja Alþingis.