Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

62. fundur
Miðvikudaginn 08. janúar 1992, kl. 13:59:00 (2586)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það hefur kannski farið fram hjá hinum ágæta þingmanni sem hér talaði áðan, hv. þm. Steingrími Jóhanni, að það sem ég var að gera í minni ræðu var að sýna fram á hvernig skoðanir ýmissa aðila sem nú eru í minni hluta sjútvn. hafa bersýnilega breyst. Það er alveg ljóst að sumir þeirra manna sem áður töldu að hér væri ekki um neinn auðlindaskatt að ræða telja það hins vegar núna af því það hentar þeirra pólitísku leikfimiæfingum. Og ég verð líka að segja það, virðulegi forseti, að hafi hv. þm. Steingrímur Jóhann aldrei heyrt aumkunarverðari ræðu en þessa þá hefur hann bersýnilega aldrei hlustað á sjálfan sig. ( Gripið fram í: Það voru fleiri andsvör hérna.)