Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

63. fundur
Fimmtudaginn 09. janúar 1992, kl. 16:28:00 (2611)

     Frsm. minni hluta sjútvn. (Halldór Ásgrímsson ) (um þingsköp) :
     Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja um hvernig hugmyndin er að haga þinghaldi í dag. Það hefur ekki verið margt þingmanna í húsinu í dag og lítið hefur sést til hæstv. ríkisstjórnar. Ég fór þess á leit í ræðu minni fyrr í dag að hæstv. utanrrh. væri viðstaddur en hann kom ekki. Ég bað jafnframt um að hæstv. forsrh. væri hér vegna þess að ég taldi mig þurfa að bera undir hann ákveðin ummæli hæstv. utanrrh. Ég vildi vita hvaða hugmyndir eru um málið í dag því að ég þarf að taka aftur til máls en vil ekki gera það nema hæstv. ráðherrar verði í húsinu. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að vita eitthvað meira um þinghaldið í dag og jafnvel á morgun, m.a. út af nefndastörfum og öðru sem við erum jafnframt að sinna.