Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

63. fundur
Fimmtudaginn 09. janúar 1992, kl. 17:59:00 (2623)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem ég sagði áðan að hæstv. utanrrh. er auðvitað frjáls að túlkun sinni á þessari gjörð sem ákveðin var. Ég vil jafnframt vekja athygli á því að þó að þarna sé ákveðin aðgerð gagnvart sjávarútveginum, þá höfðu aðrar atvinnugreinar þá þegar staðið að sinni hálfu fyrir endurgjaldi vegna þjónustu sem opinberar stofnanir veittu. Þó að það væri ekki í þeim mæli nú hækkuð þau gjöld á þær atvinnugreinar eins og gert var á sjávarúteginn. Það liggur fyrir og ég veit að hv. þm. þekkir það að aðrar greinar hafa þegar tekið meiri þátt en sjávarútvegurinn hefur gert í þeirri þjónustu sem sambærilegar stofnanir hafa veitt þeim atvinnugreinum.