Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

65. fundur
Mánudaginn 13. janúar 1992, kl. 14:07:00 (2675)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Í 2. málslið 39. gr. þingskapa segir svo, eftir að búið er að ræða um hvernig 2. umr. um frumvörp og brtt. skuli fara fram, í einni og sömu setningu, með leyfi forseta: ,,Síðan skal greiða atkvæði um hverja grein og breytingartillögur við hana, ef fram hafa komið, og loks um það hvort frumvarpið eigi að ganga til þriðju umræðu.``
    Það er auðvitað alveg ljóst að sú atkvæðagreiðsla sem hér á nú fram að fara er hluti af þeirri atkvæðagreiðslu sem þegar er lokið og í fyllsta máta eðlilegt að til hennar sé gengið sem lokaatkvæðagreiðslu um málið.