Lánsfjárlög 1992

67. fundur
Miðvikudaginn 15. janúar 1992, kl. 15:52:00 (2738)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Það þarf mikla leikfimilega tilburði til þess að gera það tortryggilegt, að ég nefni það að það sé ekki eðlilegt að ríkisstjórnin fari að koma inn með neinum skattalegum aðgerðum eða þess háttar við samningsgerð um einstök félög launþega. Ég hygg að hver maður sjái að það þurfi afskaplega mikla leikfimi til til þess að gera það tortryggilegt. Að vísu er þingmaðurinn lipurmenni mikið í þeim efnum.
    Aðeins út af flata niðurskurðinum. Það er rétt, ég svaraði því ekki. Það hafa ekki breyst neinar forsendur í þeim efnum.