Sala Skipaútgerðar ríkisins og þjónusta við landsbyggðina

67. fundur
Miðvikudaginn 15. janúar 1992, kl. 18:49:00 (2767)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (um þingsköp) :
     Hæstv. forseti. Efnislegar umræður um Skipaútgerð ríkisins hafa haldið áfram nú í 20 mínútur fram yfir það sem ákveðið var. Í síðari ræðu minni komu skýrt fram þær ástæður sem lágu til þess að ég taldi óhjákvæmilegt að taka upp viðræður við Samskip hf. Ég hafði gert glögga grein fyrir þeim sjónarmiðum við þá nefnd sem vann að undirbúningi að stofnun hlutafélagsins Strandferðir. Ég hafði jafnframt gert formanni Starfsmannafélags Ríkisskipa grein fyrir þeim sjónarmiðum mínum þannig að spurningunni um það hvort viðræðum við undirbúningsnefndina væri slitið eða ekki var fullsvarað í ræðu minni eins og hægt er að búast við og hægt sé að gera í tveggja mínútna ræðu. Ég hef svo ekki meira um þetta að segja.