Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

68. fundur
Fimmtudaginn 16. janúar 1992, kl. 17:11:00 (2804)

     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
     Ég nefni það aftur að ég gagnrýni ekki að slík heimild skuli vera til heldur fyrst og fremst þetta valdsvið. Auðvitað þarf líka að vera traust, fyrst og fremst traust, milli fagráðuneytisins og forstöðumanna þeirra opinberu stofnana sem undir hvert ráðuneyti heyra. Málið er kannski það, hæstv. fjmrh., að eins og hér hefur verið staðið að málum með illa undirbúnum tillögum þá er verið að hleypa illu blóði af stað. Verið er að vekja óöryggi, tortryggni og skapa leiðindi, sem er algjör óþarfi.