Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

68. fundur
Fimmtudaginn 16. janúar 1992, kl. 17:50:00 (2806)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Aðeins vegna þess að hér var að ljúka máli sínu málsvari þess

flokks sem átti heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn vil ég minna á að samkvæmt frv., sem sá ráðherra lagði fram og stutt var af Framsfl. á síðasta Alþingi, var gert ráð fyrir skerðingu á grunnlífeyri ellilífeyrisþega um 236 millj. kr. Það var gert ráð fyrir skerðingu á sérstakri heimilisuppbót ellilífeyrisþega um 500--600 millj. kr. á ári í þessum tillögum. Ég vil aðeins minna hv. framsóknarmenn á að þetta voru þeirra eigin tillögur frá því fyrir einu ári síðan.