Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

68. fundur
Fimmtudaginn 16. janúar 1992, kl. 17:57:00 (2810)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :

     Virðulegi forseti. Hér fór fram í dag umræða undir þessum lið, gæslu þingskapa, sem snerist um það hvort hæstv. samgrh. hefði sagt það sem hann vissi um málefni Skipaútgerðar ríkisins við utandagskrárumræðu í gær. Ég vil bara koma því hér á framfæri, af því að öðru var haldið fram í dag, að ég var hér að fá frétt sem flutt var á Bylgjunni í gær kl. 17, klukkutíma áður en umræðan hófst. Þar segir, með leyfi forseta, og er vitnað í Ómar Jóhannsson, forstjóra Samskipa hf.: ,,Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samskipa, segir að öll meginatriði séu nú í höfn varðandi kaup Samskipa á Esju, einu skipa Ríkisskipa. Umræður um að Samskip taki við öðrum þáttum í rekstri Ríkisskipa eru á byrjunarstigi.`` Virðulegi forseti. Þetta vildi ég að kæmi hér fram að gefnu tilefni.