Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

69. fundur
Föstudaginn 17. janúar 1992, kl. 14:41:00 (2836)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
     Forseti. Áður en ég byrja mál mitt vil ég fá svar við því hvort hæstv. heilbr.- og trmrh. sé í húsinu, vegna þess að megininntakið í ræðu minni mun snúa að ráðuneyti hans og ég vil síður flytja hana nema ráðherrann sé viðstaddur. ( Forseti: Hæstv. heilbr.- og trmrh. er ekki í húsinu.) Ég verð að segja forseta að það er mjög erfitt fyrir mig að tala í þessu máli án þess að ráðherrann sé viðstaddur. Ég á sæti í heilbr.- og trn. þingsins og hef fjallað um þann þátt málsins í nefndinni og mun að sjálfsögðu aðallega gera það hér. Ég

sé lítinn tilgang í því að flytja ræðu mína nema ráðherrann sé viðstaddur. Er hægt að bregðast við því á einhvern hátt? ( Forseti: Forseti gerir ráðstafanir og reynir að gera honum viðvart. Forseti er að láta kanna hvort hæstv. heilbr.- og trmrh. sé ekki væntanlegur og mun gera hv. þm. viðvart um leið og það liggur fyrir. Forseti biður hv. þm. um að halda áfram ræðu sinni ef hægt er, ef einhverjir þættir ræðu hennar snúa að öðrum málaflokkum.) Nánast má segja að það sé því sem næst allt sem snýr að hæstv. heilbr.- og trmrh. þannig að ég get ekki séð hvernig það á að geta gerst. Ég sé ekki hvernig hægt er að ræða bandorminn yfirleitt nema heilbr.- og trmrh. sé hér, vegna þess að stærsti hluti frv. snýr að hans ráðuneyti og niðurskurðurinn er hvað harkalegastur þar. Ég ætla því ekki að halda ræðu minni áfram fyrr en ráðherrann kemur. ( Forseti. Ef hv. þm. vill fresta ræðunni sinni tekur hv. 7. þm. Reykn. sem var næstur á mælendaskrá til máls.)