Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 12:37:00 (2939)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
     Virðulegi forseti. Með þeirri brtt. sem hér eru greidd atkvæði um er lagt til að heimilt verði að fjölga nemendum upp í allt að 30 ef sérstaklega stendur á, eins og stendur í brtt. Þarna er verið að hverfa frá þeirri stefnu sem samþykkt var í grunnskólalögum þar sem stefnt er að því að fækka nemendum í bekkjum í stað þess að fjölga þeim eins og hér er lagt til. Þetta gengur þvert á allt það sem horfir til góðs í skólamálum og því segi ég nei.