Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:12:00 (2951)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
     Forseti. Hér er verið að fara inn á nýja braut í bótagreiðslum ríkisins út úr Tryggingastofnun, þ.e. það er verið að tekjutengja grunnlífeyri og það sem meira er, það er verið að tekjutengja við mjög lág viðmiðunarmörk sem eru 66 þús. kr. fyrir utan að tekjur vegna eigna eða fjármagnstekjur munu ekki koma þar til álita. Meðan mál standa þannig getum við kvennalistakonur ekki fallist á slíka tekjutryggingu og því segjum við nei.