Lánsfjárlög 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 18:06:00 (3003)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Þetta verður örstutt. Ég tel að þegar Alþingi hefur samþykkt yfirlit á borð við það sem fylgir fjárlögunum þá beri fulltrúum a.m.k. meiri hluta Alþingis sem sitja í stjórnum, eins og t.d. bankaráðum eða stjórnum hlutafélaga og annarra félaga sem ríkið á eða á aðild að, að fylgja þessum hugmyndum eftir.
    Ég ætla ekki að ræða frekar um barnabætur og skatta. Ég hef ávallt viðurkennt það sem ég sagði í minni ræðu hér áðan en ég minni enn einu sinni á að við erum að lækka bætur hjá þeim sem eru tekjuhærri m.a. til að verja hina sem lægstar hafa tekjurnar.