Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 12:11:00 (3067)

     Kristinn H. Gunnarsson :
     Virðulegi forseti. Við atkvæðagreiðslu fyrir jól var ákveðið að skerða framlög til Vestfjarðaganga þannig að menn gera nokkuð seint grein fyrir atkvæði sínu með því að gera það nú. En auk þeirrar sérstöku skerðingar á framkvæmdum til vegamála á Vestfjörðum er um að ræða skerðingu í þessu frv. upp á tæpar 300 millj. og samtals mun skerðingin til samgöngumála á þessu ári nema um 1.000 millj. kr. Auk þess hefur ríkisstjórnin ákveðið að skerða framlög til samgöngumála á sjó. Ég segi nei.