Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 12:39:00 (3074)

     Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Í því ákvæði til bráðabirgða sem við greiðum næst atkvæði um segir m.a.: ,,Tryggingastofnun ríkisins skal fyrir 15. jan. 1992 auglýsa með áberandi hætti eftir þeim aðilum sem telja sig eiga rétt samkvæmt framansögðu og ber þeim, sem ekki hafa þegar sent inn umsóknir að gera það fyrir 15. febr. 1992 á eyðublöðum sem stofnunin lætur í té.``
    Það er alveg augljóst mál að það tekst ekki auglýsa þetta fyrir 15. jan. ef ég kann dagatalið rétt þannig að það sýnist vera óhjákvæmilegt að laga þetta ákvæði í 3. umr. málsins.