Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um stöðu EES-samninganna

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 13:58:00 (3092)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég ítreka ósk mína um að utanrmn. komi saman til fundar næstu daga og hefji þessa vinnu. Utanrrh. talar ekki fyrir alla þingmenn stjórnarliðsins þó að ljóst sé að málið er honum mjög viðkvæmt. Hann telur greinilega hagsmuni EFTA vera meira virði en hagsmuni Íslands og er að reyna að koma í veg fyrir það með yfirlýsingu sinni hér að þjóðþingið fái með eðlilegum hætti að sinna þessu verkefni. Ég ítreka því hina formlegu ósk mína um að utanrmn. komi saman til fundar til að hefja viðræður um undirbúning að tvíhliða viðræðum Íslands og Evrópubandalagsins.