Framkvæmdasjóður Íslands

73. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 16:39:00 (3125)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Ég er alveg reiðubúinn að taka það gott og gilt að hv. þm. Björn Bjarnason telji sig hafa verið borinn röngum sökum. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að ósk mín var sú að 2. umr. yrði frestað. Það voru ekki vangaveltur. Það var formleg ósk. Ræðan sýnir að hún var sett fram og var rökstudd. Og ég tel að atburðurinn í dag sýni að þau rök voru gild.
    Ég skynjaði hins vegar að menn væru tregir til að verða við þeirri ósk og setti þess vegna fram aðra til vara, eins og ég tók fram. Þannig að málið liggur alveg skýrt fyrir.