Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

74. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 11:32:00 (3241)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. Með samþykkt frv. er gerð atlaga að skólakerfi landsins, börnum landsins og kjörum þeirra og þar með framtíð þjóðarinnar með því að skera niður framlög til skólanna um 450 millj. á sama tíma og gæðingarnir fá 900 millj. Með samþykkt þessa frv. er verið að skera niður elli- og örorkulífeyri um 260 millj. kr. á sama tíma og gæðingarnir fá 900 millj. Með samþykkt þessa frv. er verið að fella niður lífeyrisrétt sjómanna milli 60--67 ára aldurs á sama tíma og gæðingarnir fá 900 millj. Með samþykkt þessa frv. er verið að segja í sundur friðinn í þessu þjóðfélagi. Og það getur vel verið að niðurstaðan verði sú að þetta frv. verði að lögum. Það verður þá löglegt en siðlaust. Ég segi nei, forseti.