Lánsfjárlög 1992

74. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 12:30:00 (3252)


     Jón Helgason (andsvar) :
     Herra forseti. Ég á ekkert annað en góðar endurminningar af samstarfi okkar hæstv. fjmrh. frá þeim tíma sem hann rakti, en þar er um að ræða skrifara og forseta Alþingis sem báðir voru kjörnir af Alþingi til að stjórna þingfundum.
    Það er rétt hjá hæstv. fjmrh. að það er gott að leita ráða hjá góðum skrifurum. En hinu hefði ég ekki verið hrifinn af, að fá við getum kallað það ábendingar frá ráðherrum um það hvernig eigi að haga störfum. Mér datt þetta í hug kannski vegna þess einmitt að ég leit til baka og leit í eigin barm.