Varnir gegn vímuefnum

76. fundur
Fimmtudaginn 06. febrúar 1992, kl. 12:08:00 (3299)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Mörgum þessara barna hefur verið vísað tímabundið úr skóla. Það kom ekkert fram hvort þau hefðu verið látin fara og af hvaða ástæðu. Ég vil vekja athygli hv. 9. þm. Reykv. á því að það voru reykvísk börn sem neituðu að fara í sund vegna þess að þau voru búin að ráðstafa sínum tíma til margra hluta annarra, m.a. til að fara á dansnámskeið og fleira. Hvernig brást skólinn við? Skólinn bast samtökum um að neita að kenna þessum börnum og það var eftir að breytingin var gerð á lögunum.