Útflutningur á raforku um sæstreng

76. fundur
Fimmtudaginn 06. febrúar 1992, kl. 14:01:00 (3315)

     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég bið hv. 17. þm. Reykv. afsökunar á þessari vangá. Ástæðan er auðvitað fyrst og fremst sú að ég tel að það sé nauðsynlegt með hliðsjón af nýjum þingsköpum að iðnn. Alþingis reyni að mynda samstöðu um að draga upp þá framtíðarmynd sem þjóðin getur gert sér vonir um að blasi við ef við nýtum okkar kosti skynsamlega. Og ég held að það þurfi að mynda þverpólitíska flokkasamstöðu á Alþingi um þá mynd og iðnn. sé heppilegri til þess en t.d. framkvæmdarvaldið sem stendur í stöðugu stríði

við stjórnarandstöðuna eins og við er að búast á hverjum tíma.
    Önnur ástæðan er að sjálfsögðu sú að iðnn. hefur góðan formann.