Lánasjóður íslenskra námsmanna

79. fundur
Miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 14:19:00 (3406)

     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Herra forseti. Mér þykir vænt um að heyra að hæstv. menntmrh. tekur á sig alla ábyrgð. Þannig á það vitanlega að vera. En ég skal reyna að grafa upp hvar þetta fór fram svo ég geti sýnt hæstv. menntmrh. það. Ég man ekki betur en hann hafi einmitt sagt oftar en einu sinni að hann væri að fylgja sinni embættisskyldu og framkvæma ákvarðanir Alþingis. Ég skal grafa þetta upp. ( Menntmrh.: Ég er að því að sjálfsögðu.) Þú ert að því, já, hæstv. menntmrh., það er alveg rétt. En í þessum orðum hefur legið að koma ábyrgðinni yfir á Alþingi. Ég vil vekja athygli á því að þetta hefur meira að segja náð svo langt að í sumum samþykktum samtaka hefur þetta verið tekið upp og sagt að mótmælt sé ákvörðunum Alþingis um niðurskurð í menntamálum og heilbrigðismálum. Jú, vitanlega hefur Alþingi sett sinn stimpil á það, en það er nánast bara stimpill.