Lánasjóður íslenskra námsmanna

82. fundur
Mánudaginn 17. febrúar 1992, kl. 14:21:00 (3517)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Svar mitt er einfalt. Auðvitað er það sjálfsagt mál að læknar sitji við sama borð. Það sem ég var að segja var einfaldlega það að reglurnar eru eins og þær voru áður en fyrri stjórn breytti þeim. Þær eru sem sagt færðar í fyrra horf og ég tók fram að

á þeim tíma hindruðu reglurnar lækna ekki í að sækja sérnám til Bandaríkjanna. Ég sé ekki að þær reglur geri það fremur nú. Það er sem sagt verið að færa þetta til hins fyrra horfs sem ekki var til að hindra lækna í sérnámi.