Ummæli menntamálaráðherra í fjölmiðlum um störf kennara

84. fundur
Miðvikudaginn 19. febrúar 1992, kl. 15:27:00 (3595)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Eins og tilkynnt var í upphafi fundar hefst nú utandagskrárumræða að ósk hv. 5. þm. Vestf. um ummæli hæstv. menntmrh. í fjölmiðlum um störf kennara. Umræðan fer fram samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa og stendur því í allt að hálftíma. Hver ræðumaður hefur tvær mínútur nema málshefjandi sem hefur þrjár mínútur. Hver ræðumaður má tala tvisvar.