Gjafakort sem heimila líffæraflutninga

85. fundur
Fimmtudaginn 20. febrúar 1992, kl. 11:24:00 (3644)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins láta það koma fram að hér er um að ræða samhljóða álit læknaráðs spítalanna þriggja og heilbrrn. þar sem m.a. kemur fram að það muni ekki vera talið fullnægjandi til þess að líffæri verði numið brott úr látnum einstaklingi að hann beri slíkt kort heldur yrði undir öllum kringumstæðum að leita samþykkis nánusta ættingja.
    Ég vil einnig láta það koma fram að við munum að sjálfsögðu fylgjast með þeirri kortaútgáfu sem kann að vera í boði á vegum samtaka eða einstaklinga og við munum stöðva kortaútgáfu af slíku tagi ef mönnum finnst hún vera óeðlileg eða ekki í samræmi við hlutverkið. Við höfum skoðað þessi kort sem Snorri gefur út og við höfum ekkert við þau að athuga. En ég ítreka að þarna er um að ræða afstöðu ekki bara heilbrrn. heldur læknaráða þessara þriggja spítala.