Staðfesting alþjóðasamþykktar um jafnrétti karla og kvenna

85. fundur
Fimmtudaginn 20. febrúar 1992, kl. 12:12:00 (3659)

     Guðrún J. Halldórsdóttir :
    Virðulegi forseti. Mig langar sérstaklega að taka undir orð 9. þm. Reykv. sem benti á það að ef þessi alþjóðasamþykkt sem um ræðir verður staðfest á Alþingi þá verður gjörbreyting á högum fjölskyldna í landinu og þar með gjörbreyting á þjóðlífinu öllu. Mig langar sérstaklega til að benda á að það eru náin tengsl á milli þess að bæta aðstöðu fjölskyldunnar í gegnum slíka löggjöf og þess að bæta hag hinna vegalausu barna sem var rætt um hér á undan. Þetta eru náskyld efni því að hinar raunverulegu úrbætur fyrir vegalaus börn framtíðarinnar á Íslandi eru að bæta hag fjölskyldunnar og gefa foreldrum, hvar í stétt eða stöðu sem þau eru, möguleika á að annast börnin.