Heimsókn forsætisráðherra til Ísraels

88. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 1992, kl. 16:13:00 (3750)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Eins og forseti gat um í upphafi fundarins fer nú fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 8. þm. Reykn. um ferð hæstv. forsrh. til Ísraels. Þessi umræða fer fram samkvæmt síðari mgr. 50. gr. þingskapalaga en þar segir: ,,Málshefjandi og ráðherra, sem hlut á að máli, mega eigi tala lengur en þrjátíu mínútur og aðrir þingmenn og ráðherrar eigi lengur en fimmtán mínútur í senn. Enginn má tala oftar en tvisvar.`` Þetta vildi forseti láta koma fram strax í upphafi svo að ekki verði neinn misskilningur um tímasetningu á þessari umræðu.