Heimsókn forsætisráðherra til Ísraels

88. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 1992, kl. 19:29:00 (3767)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. Páll Pétursson lýsti því yfir að ályktun Alþingis hefði verið samþykkt áður en Steingrímur Hermannsson, þáv. hæstv. forsrh. fór í heimsókn til Egyptalands og hitti Jassir Arafat í einkaheimsókn. Sú lýsing hans er aðeins rökstuðningur fyrir þeirri skoðun sem ég hélt hér fram að það var meira en tímabært fyrir forsrh. Íslands að fara til Ísraels og kynna stefnu Alþingis þar.