Háskólinn á Akureyri

89. fundur
Miðvikudaginn 26. febrúar 1992, kl. 14:53:00 (3777)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Skömmu eftir að ég kom í ráðuneytið komu fram mjög ákveðnar óskir um það að ákvörðun yrði breytt um útgerðarstað skipsins þannig að það yrði flutt á ný til Reykjavíkur. Þeirri ósk var af minni hálfu hafnað og ákveðið að fyrri ákvörðun um staðsetningu og útgerðarstað skipsins skyldi standa óhögguð og sú afstaða hefur ekki breyst.