Tilkynning um atkvæðagreiðslu

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 12:09:00 (3815)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en forseti gefur næsta hv. þm. orðið vill hún skýra frá því, og þykir mjög miður að þurfa

að gera það, að forseti hefur verið upplýst um að við atkvæðagreiðslu hér áðan um að vísa frv. til laga um Háskóla á Akureyri til hv. menntmn. hafi verið greitt atkvæði fyrir fjarstaddan þingmann. Þetta má að sjálfsögðu aldrei koma fyrir og þess vegna neyðist forseti til að ógilda þá atkvæðagreiðslu. Hún mun fara fram síðar á fundinum og væntir forseti þess að hún verði með eðlilegum hætti.
    En forseti vill ítreka það að svona lagað gengur ekki, það er ekki hægt að greiða atkvæði fyrir fjarstaddan þingmann og vill forseti leyfa sér að líta á þetta sem alvarleg mistök.