Staða sjávarútvegsins

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 18:40:00 (3871)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er auðvitað misskilningur hjá hv. 2. þm. Suðurl. að ég hafi verið að gera lítið úr aðgerðum fráfarandi ríkisstjórnar. Ég nefndi það satt að segja ekki. Það hefur kannski verið mat hv. þm. að með því móti væri ég að lýsa frati á þær aðgerðir. Það var ég ekkert að gera. Þær komu ekki til tals í mínu máli. Ég hafði 15 mínútur til að flytja mitt mál og kaus að eyða þeim til annarra hluta. Ég er einfaldlega að árétta það með mínu máli að skuldbreytingaraðgerðir einar og sér við þessar aðstæður, við þá stöðu sem íslenskur sjávarútvegur er í, duga ekki. Reynslan sýnir okkur einfaldlega að árið 1990 var það líka mat Þjóðhagsstofnunar að skuldbreytingin, sem þá átti sér stað og var þá lokið, dugði ekki. ( Gripið fram í: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera?)