Staða sjávarútvegsins

91. fundur
Fimmtudaginn 27. febrúar 1992, kl. 18:42:00 (3873)


     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseit. Ég heyri að hv. 2. þm. Suðurl. kemst ekki upp úr sínu gamla spólfari. Mín vegna má hann svo sem spæna þar eins og hann vill. Aðalatriðið er einfaldlega þetta: Við erum ekki að tala um tilteknar einstakar ríkisstjórnir. Við erum að tala um gamlan vanda sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir. Ég hef rakið það að þau gögn sem við höfum handbær sýna okkur að þessi vandi hefur verið að koma til á undanförnum árum. Ég vara hins vegar mjög við því að málflutningur af þessu tagi eigi að vera ríkjandi í umræðum um sjávarútveginn því að ef við ætlum að reyna að leita lausna á vanda hans verðum við að greina ástæðurnar. Og ástæðurnar er ekki að finna í verkum einhverra tiltekinna, einstakra ríkisstjórna. Við verðum að líta yfir lengri tíma eins og hæstv. sjútvrh. hefur reynt að lýsa rækilega fyrir þingmönnum og ég held að flestir séu farnir að skilja, en því miður einungis flestir.