Framleiðsla og sala á búvörum

92. fundur
Föstudaginn 28. febrúar 1992, kl. 11:17:02 (3896)

     Ragnar Arnalds (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal ekki tefja þetta mál frekar. Það er hins vegar rangt hjá hæstv. ráðherra að ég sé með orðum mínum að deila á fyrrv. landbrh. Ég vek á því athygli að það er í fyrsta skipti núna við afgreiðslu þessa frv. sem við erum að setja lagareglur um fullvirðisrétt. Það var ekki raunhæft að gera það í fyrra vegna þess að búvörusamningurinn var gerður um það bil sem þingi var að ljúka og það var ekki tiltækilegt þá að leggja hann fyrir Alþingi með frv. um búvörulög. En nú er verið að þessu og það er akkúrat núna sem þarf að skera úr um þetta atriði um leið og ákvæði um fullvirðisrétt eru sett inn í lög

í fyrsta skipti og það er í þeim efnum sem við bregðumst.