Umferðarlög

92. fundur
Föstudaginn 28. febrúar 1992, kl. 13:14:00 (3910)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst það vissulega dálítið ankannalegt að frsm. meiri hluta skuli vera farinn að útskýra og túlka að eigin mati nál. minni hlutans áður en mælt hefur verið fyrir því. Kannski er þetta siður hér í þinginu, ekki veit ég það.
    Það sem ég vil gera athugasemdir við strax, annað læt ég bíða því að ég tala hér á eftir, er í fyrsta lagi sú röksemd fyrir verulegri hækkun gjalda, fyrir próf ökumanna og skírteini og leigu á ökutækjum til mannflutninga, að þau hefðu ekki hækkað í tvö ár. Próf ökumanna hækkar um 50%. Skírteini hækkar um 67% og leyfi til að selja á leigu í atvinnuskyni skráningarskyld ökutæki til mannflutninga án ökumanns hækkar um 150%. Ég vil spyrja hv. þm., frsm. nefndarinnar, 6. þm. Reykv., hvað verðlag hafi hækkað mikið á undanförnum árum.
    Annað sem frsm. gerði athugasemdir við í nál. minni hlutans, reyndar við fylgiskjal með nál. okkar, var umsögn lögreglustjórans í Reykjavík, að hún kæmi málinu ekki við. Það er nefnilega þannig að lögreglustjórinn í Reykjavík sá ekki ástæðu til þess að veita umsögn um þetta frv. því það hefur greinilega ekki snert meginatriði málsins. Hann sendi, eins og skynsamlegt er, athugasemdir sínar og ábendingar um

breytingar á umferðarlögum.