Varamenn taka þingsæti

93. fundur
Þriðjudaginn 03. mars 1992, kl. 13:37:00 (3922)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hafa bréf er varða varaþingmenn. Hið fyrsta er svohljóðandi, dags. 3. mars 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska eftir því að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Elín R. Líndal hreppstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta tilkynnist yður hér með, virðulegi forseti.
Páll Pétursson, 1. þm. Norðurl. v.``


    Elín R. Líndal hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu þingi og er því boðin velkomin til starfa á ný.
    Þá er annað bréf svohljóðandi, dags. 28. febr. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska eftir því að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Ólafur G. Einarsson, 1. þm. Reykn.``


    María E. Ingvadóttir hefur áður tekið sæti á þessu þingi og er boðin velkomin til starfa á ný.
    Þá er þriðja bréfið sem hljóðar svo og er dags. 3. mars 1992:
    ,,Þar sem heilbr.- og trmrh. Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestfjarðakjördæmis, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér að beiðni hans, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Össur Skarphéðinsson,

formaður þingflokks Alþýðuflokksins.``


    Pétur Sigurðsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu þingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.
    Þá er fjórða bréfið, dags. 3. mars 1992, og hljóðar svo:
    ,,Þar sem ég, vegna sérstakra anna, get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varamaður Sjálfstfl. í Austurl., Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Egill Jónsson, 3. þm. Austurl.``


    Kjörbréf Hrafnkels A. Jónssonar hefur verið rannsakað og samþykkt. Hrafnkell A. Jónsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa á þingi á ný.
    Þá eru hér tvö bréf til viðbótar. Hið fyrra hljóðar svo og er dags. 27. febr. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að vegna sérstakra anna 1. varamanns Alþfl. í Vesturl. taki 2. varamaður Alþfl. Vesturl., Sveinn Þór Elinbergsson kennari, Ólafsvík, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.
Eiður Guðnason, 4. þm. Vesturl.``


    Með þessu bréfi fylgir svofellt bréf 1. varamanns Alþfl. í Vesturl., dagsett 26. febr. 1992:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi næstu vikur sem 1. varaþingmaður Alþfl. í Vesturlandskjördæmi.
    Virðingarfyllst, Gísli S. Einarsson.``

    Síðustu bréfin hljóða svo, dags. 27. febr. 1992:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að vegna sérstakra anna 1. varamanns Alþb. í Austurl. taki 2. varamaður Alþb. í sama kjördæmi, Þuríður Backman hjúkrunarfræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.
Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl.``


    Með þessu bréfi fylgir bréf 1. varaþingmanns Alþb. í Austurlandskjördæmi og það er dags. 21. febr. 1992:
    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti á Alþingi á næstunni sem 1. varaþingmaður Alþb. í Austurlandskjördæmi.
    Virðingarfyllst, Einar Már Sigurðarson.``