Vegáætlun 1991--1994

93. fundur
Þriðjudaginn 03. mars 1992, kl. 18:04:00 (3944)


     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að það beri í sjálfu sér ekki mikið á milli mín og hæstv. samgrh. Ég vil aðeins geta þess að vegurinn um Hellisheiði var lagður og sú ákvörðun tekin vegna þess að tenging þessara byggða hafði verið forgangsverkefni á Austurlandi um langa hríð. Það var einmitt vegna samvinnu við sveitarstjórnarmenn í kjördæminu sem þessi leið var ákveðin. Ég held að það sé ekki rétt að blanda þessari vegagerð saman við tengingu milli landshluta. Þarna er um tengingu milli byggða á Austurlandi að ræða og reyndar tengingu við Norðausturland líka sem er kjördæmi hæstv. samgrh. og þetta ætti því að vera sameiginlegt áhugamál okkar beggja.