Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála

95. fundur
Fimmtudaginn 05. mars 1992, kl. 11:57:00 (3998)

     Frsm. efh.- og viðskn. (Matthías Bjarnason) :
    Herra forseti. Þetta frv. er um breytingu á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, nr. 63 frá 31. maí 1979. Það er flutt til að strax sé unnt að byrja að þróa hér á landi gjaldeyrismarkað. Í frv. er lögð til breyting á ákvæðum um sölu og skilaskyldu erlends gjaldeyris í lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála frá 1979.

    Í viðskrn. og Seðlabanka Íslands er nú unnið að heildarendurskoðun á lögunum frá 1979 en vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í gjaldeyrismálum á síðustu árum og stefnu ríkisstjórnarinnar um afnám flestra gjaldeyrishafta á næstu missirum var nauðsynlegt að flytja þetta frv. og í raun og veru er það samhliða því frv. sem ég var að mæla fyrir hér á undan.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt.
    Geir H. Haarde tók þátt í afgreiðslu málsins í fjarveru Sólveigar Pétursdóttur.
    Undir nál. rita Matthías Bjarnason, Rannveig Guðmundsdóttir, Geir H. Haarde, Ingi Björn Albertsson og Vilhjálmur Egilsson. Með fyrirvara rita undir álitið Halldór Ásgrímsson, Steingímur J. Sigfússon, Guðrún J. Halldórsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson.