Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara

98. fundur
Þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 18:39:00 (4175)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kom fram í andsvari hv. 2. þm. Austurl. að það væri hægt að veita afslátt og það væri hægt að leggja á sérstakt gjald vegna flutninga til óvenjulegra og fjarlægra staða eins og inn á hálendið. Þetta er vissulega rétt og út á það gengur frv. Sannleikurinn er hins vegar sá að við núverandi kerfi er skylda að hafa sama verð hvar sem er. Það var það sem gagnrýnt var og gerð er tillaga um

að breytt verði með frv. Þarna heyri ég að hv. þm. er að verða mér sammála og því fagna ég.
    Ég mun láta kanna vandlega það sem nefnt var um Reyðarfjörð. Það má vel vera að þar hafi einhver glöp orðið í prentun en ég bendi á að hér er um reglugerðardrög að ræða en ekki hluta af frumvarpstextanum og er einmitt mikil þörf á að hann verði ræddur í þinginu og í þingnefndinni.