Þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga

99. fundur
Miðvikudaginn 11. mars 1992, kl. 13:51:00 (4194)

     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Þetta er afar sérkennilegt svar hjá hæstv. fjmrh. Hér hefur hv. efh.- og viðskn. farið fram á greinargerð fjmrn. um hvernig tekjum af sérstökum eignarskatti hafi verið varið frá setningu laga nr. 83/1989 og hver sé staða framkvæmda við þær byggingar sem fengið hafa fé af þessum skattstofni. Og það er nákvæmlega þetta sem hv. 5. þm. Vestf. var hér að biðja um. Svar hæstv. fjmrh. er auðvitað ekki ásættanlegt og ég vil fara fram á það við hæstv. forseta að afgreiðslu málsins verði frestað þangað til þessi greinargerð fjmrn., sem hv. nefnd hefur beðið um, liggur fyrir.