Vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

99. fundur
Miðvikudaginn 11. mars 1992, kl. 15:16:00 (4213)

     Árni Johnsen :
    Virðulegi forseti. Í framhaldi af máli mínu fyrr í þessari umræðu langar mig að spyrja hæstv. umhvrh. um atriði er varðar sérstaklega einn þátt veiða, fuglaveiða með háf, hvort það kunni að vera að það vanti betri skilgreiningu þar sem fjallað er um heimild til veiða á nytjasvæðum svokölluðum og fjallað er um unga- og eggjatekju, hvort þar vanti ekki eitthvað á til þess að ekki sé um neina breytingar að ræða á hefðbundinni lundaveiði um allt land þar sem lundaveiðar eru stundaðar, við Faxaflóa, við Vestmannaeyjar, Breiðafjörð, á Vestfjörðum og víðar.