Kennaranám með fjarkennslusniði

100. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 12:02:00 (4260)

     Valgerður Sverrisdóttir :

    Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að bera fram þessa spurningu og hæstv. ráðherra fyrir svörin sem voru jákvæð. Mér dettur í hug hvort það liggur fyrir nú þegar, hæstv. menntmrh., hvaða skilyrði það fólk þarf að uppfylla til þess að mega taka þátt í þessu námi, hvort það verður lagt til grundvallar að fólk hafi kennt í ákveðinn árafjölda eða hvort það verður stúdentspróf eða hvað. Þetta tel ég að skipti ákaflega miklu máli þar sem margt fólk hefur mikla reynslu að baki í kennslu við grunnskóla en hefur kannski ekki mikla menntun. Ég tel mikilvægt að tekið verði tillit til reynslu þegar að því kemur að þetta nám verði hafið. Mér sýnst að það sé ekki óskynsamlegt að haga því þannig til, eins og hæstv. ráðherra talaði um, að þetta fólk útskrifist á því ári sem Kennaraháskólinn mun ekki útskrifa kennara.