Beitumál

101. fundur
Fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 15:45:00 (4353)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka góðar undirtektir hv. þm. við málið. Ég skil mjög vel söknuð þeirra gagnvart þeirri nefnd sem hér er verið að leggja niður. En því fremur þykir mér nú vænt um stuðning hv. 3. þm. Vestf. sem ég hef nokkurn grun um að hann á ungum aldri hafi gert sér nokkrar vonir um að komast í beitunefnd og mátti reyndar ráða af orðum hans að svo hafi verið. Því markverðari er afstaða hans hér og nú með því að sá draumur er vitaskuld úr sögunni þegar þetta frv. hefur verið samþykkt.
    Ég ítreka svo þakklæti mitt til hv. þm. fyrir góðan stuðning við málið.