Seðlabanki Íslands

102. fundur
Mánudaginn 16. mars 1992, kl. 16:04:00 (4395)

     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Enn á ný, virðulegi forseti, hlýt ég að andmæla furðulegum fullyrðingum hv. 9. þm. Reykv. Hér hefur starfað ríkisstjórn um nokkurt skeið sem hefur fyrst og fremst það markmið að efla íslenska atvinnuvegi til þess að þeir geti orðið varanlegur grunnur velferðarríkis í landinu.
    Ég vil líka láta koma fram að mér finnst furðu sæta að þessi hv. þm. kemur hér hvað eftir annað í ræðustólinn til að tala fyrir munn nefndarmanna í efh.- og viðskn. Ég er sannfærður um að sú hv. nefnd getur talað fyrir sig sjálf. Og svo langt gengur þessi ríka þörf þessa ágæta þingmanns fyrir að tala fyrir aðra --- eða reikna með því að aðrir menn tali fyrir aðra --- að hann sagði áðan í ræðu sinni að hann teldi tryggara að taka skýrt fram að rök viðskrh. væru ekki sín rök. Það er að sjálfsögðu alveg rétt en það er vissara að taka það fram.