Umferðarlög

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 21:17:00 (4442)

     Kristín Einarsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hv. 9. þm. Reykn., Anna Ólafsdóttir Björnsson, á sæti í allshn. sem fjallaði um frv. Hún gat ekki verið hér í kvöld en hafði sýnt mér brtt. á þskj. 570 sem nú hefur verið prentuð upp. Hún sagðist vera sammála þeirri brtt. Þar stóð ,,sérþekkingu í umferðarkennslu`` en strikað var yfir ,,umferðar`` og sett ,,öku`` í staðinn. Þannig sýndi hún mér tillöguna. Ég vil taka þetta fram, virðulegi forseti, þannig að samþykki hennar var við þá brtt. að ,,öku`` kæmi í staðinn fyrir ,,umferðar``. Ég vildi gera grein fyrir þessu áliti hennar. Ég skal ekki um það segja hvort henni finnst þetta með ,,sérþekkinguna`` vera úrslitaatriði en ég vildi geta þess hér þar sem hún gat ekki sótt þennan fund.