Endurskoðun iðnaðarstefnu

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 22:27:00 (4460)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir greinargott svar. Ég er afar ánægður með að við getum vænst skýrslunnar fyrir lok þessa mánaðar. Því miður er það þannig að það er ekki alltaf sem menn fá spurningum sínum svarað þannig að mér þykir ástæða til þess að minna á og að láta þess getið þegar ráðherra svarar skilmerkilega spurningum.