Kennsla í réttri líkamsbeitingu

103. fundur
Þriðjudaginn 17. mars 1992, kl. 23:37:00 (4472)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er dálítið merkilegt að þegar rædd eru og flutt merkileg mál, sem allrar athygli eru verð og greinilega með þarfari málum hér, að þá skuli ekki vera í þingsalnum einn einasti þingmaður Sjálfstfl., fyrir utan þingforseta. Ég vek sérstaka athygli á því að áhugi Sjálfstfl., móðurskipsins í stjórnarsamstarfinu, á heilbrigðismálum af þessu tagi er slíkur að hv. þm. flokksins láta sig allir hverfa, þeir fáu sem eru hér í húsinu. Ég hlýt að spyrja sjálfan mig um leið og ég vek athygli á þessari staðreynd hvort þetta sé fyrirborði þess að Sjálfstfl. muni leggjast gegn þessu máli. Sú spurning hlýtur að brenna á þingmönnum Sjálfstfl.